12.05.1933
Neðri deild: 72. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 292 í C-deild Alþingistíðinda. (3835)

169. mál, einkennisbúninga og önnur einkenni

Jóhann Jósefsson:

Hv. frsm. meiri hl. talar um þetta frv. eins og einhverskonar voltakross gegn öllum óeirðum og æsingum. En ég vil spyrja hv. frsm., hvort það hafi verið nokkrir einkennisbúningar eða merki, sem hleyptu af stað ólátunum 9. nóv. Var það vegna einkennisbúninga eða einhverra slíkra hluta, að menn voru þá barðir til óbóta, að brotnir voru stólar og aðrir hlutir til þess að fá barefli að berja á náunganum með? Það væri fróðlegt að fá upplýsingar um það, hvort óeirðir þessar með sínum átakanlegu afleiðingum hafi verið af völdum einhverra einkennisbúninga.