01.06.1933
Efri deild: 86. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2436 í B-deild Alþingistíðinda. (3856)

205. mál, ráðstafanir vegna viðskiptasamnings við bresku stjórnina

Frsm. (Magnús Torfason):

Ég vil f. h. n. leyfa mér að mæla með þessari breyt. við frv., sem er á þskj. 907, þess efnis, að í reglugerðum og öðrum fyrirmælum, sem sett verði samkv. þessum lögum, megi ákveða sektir fyrir brot gegn þeim. Ég skal geta þess, að þetta ákvæði er til komið sérstaklega með tilliti til kolainnflutningsins. Þykir n. alveg sjálfsagt að hafa þannig löguð ákvæði í þessum lögum sem öðrum, og hygg ég, að hv. Nd. hafi aðeins gleymt að setja þetta ákvæði inn.