01.06.1933
Efri deild: 86. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2442 í B-deild Alþingistíðinda. (3910)

178. mál, útflutning á kjöti

Frsm. (Páll Hermannsson):

Hér liggur fyrir frá landbn. brtt. við frv., á þskj. 904. Um hana er það að segja, að í 9. gr. frv. eru sett viðurlög við brotum gegn fyrirmælum frv., en í frv. er einnig gert ráð fyrir, að reglugerðir verði settar, sem munu reynast þýðingarmiklar fyrir framkvæmd laganna, en þessi viðurlög ná ekki til brota gegn reglugerðunum, eins og frá því er gengið í 9. gr. Breyt. er aðeins fólgin í því, að undir gr. falli ekki eingöngu brot gegn þeim fyrirmælum, sem frv. eitt hefir að geyma, heldur líka þau, sem koma í bága við þær reglugerðir, sem síðar kunna að verða settar samkv. því, sem í frv. segir. N. þótti rétt að láta þetta koma fram í lögunum.