12.04.1933
Efri deild: 49. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 317 í C-deild Alþingistíðinda. (3931)

159. mál, hækkun innflutningstolla eða aðflutningsbann á íslensku saltkjöti í Noregi

Flm. (Jón Baldvinsson):

Það er náttúrlega óþarfi að ræða um þetta mál eins og nú er högum háttað, að samningarnir hafa verið samþ., en frv. gerir ráð fyrir að bæta bændum landsins upp toll, sem kynni að verða lagður á saltkjöt í Noregi, ef samningarnir yrðu ekki samþ. Nú hafa þessir samningar verið samþ. sem 1. frá Alþingi, og þá er ekki annað að gera en að taka þetta frv. aftur, því að það er greinilegt, að bændurnir, sem að sjálfsögðu hefðu átt að taka þessa till. til athugunar, þeir hafa fyrst og fremst ekki óskað að taka hana til athugunar, og því sé ég ekki ástæðu til að halda þessu frv. lengra áfram. Það er búið að samþ. samningana. Þeir ganga í gildi og það eru miklar líkur til, að þeir komi til framkvæmda, nema eitthvað annað komi til, sem hindri að einhverju leyti framkvæmd þeirra, og það er ekkert, sem þá gæti komið fyrir, nema ef verkalýðurinn til lands og sjávar tæki sig saman og tæki málið í sínar hendur til athugunar. Það er ekki óhugsandi, að þannig geti þetta mál snúizt, en ég þarf ekki að ræða frekar um það mál hér og tek ég þetta frv. aftur.