25.03.1933
Neðri deild: 36. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2471 í B-deild Alþingistíðinda. (3992)

125. mál, víxillög

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Þetta frv. er allmikill lagabálkur, þar sem núgildandi lög um þetta efni eru samræmd við það, sem lög eru á Norðurlöndum og víða hvar um Evrópu.

Upphaf þessa máls er alþjóðafundur, sem haldinn var á árinu 1930 um þetta mál, en síðan hefir víxlalöggjöf flestra þessara ríkja verið endurskoðuð og samræmd við þær till., sem alþjóðafundurinn samdi.

Í grg. frv. er sagt ýtarlega frá þeim breyt., sem með frv. eru gerðar á gildandi víxillöggjöf vegna samræmingarinnar, og skal ég láta nægja að vísa til grg. Þess skal látið getið, að prófessor Ólafur Lárusson hefir eftir beiðni stj. samið þetta frv. og tvö þau næstu á eftir á dagskrá fundarins. Að lokinni umr. óska ég, að málinu verði vísað til 2. umr. og fjhn.