02.06.1933
Efri deild: 88. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2531 í B-deild Alþingistíðinda. (4115)

211. mál, lántöku erlendis

Jónas Jónsson:

Ég get verið ánægður með svör hæstv. fjmrh. En þó verður að gæta þess, að svo illt sem það er, að ríkið stofni til skulda innanlands, er þó verra að gera það erlendis. Við stöndum enn í skuld, sem er bráðabirgðalán vegna Útvegsbankans, sem ekki hefir verið kippt í lag. En hæstv. ráðh. hefir látið í ljós, að þetta lán muni ekki verða að fastri skuld, og er þá vel farið.