01.06.1933
Efri deild: 86. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2627 í B-deild Alþingistíðinda. (4268)

43. mál, læknishéraða - og prestakallasjóðir

Magnús Torfason:

Þetta er nú ekki stórt frv. — en það er þáttur af þeirri öldu, sem virðist ganga yfir nú um stundir, og gengur helzt út á það að kroppa sem hægt er af ríkissjóði. Þetta frv. hefir í sjálfu sér ekki mikla hættu í för með sér, því að flest læknishéruð munu nú vera veitt, og er það ekki síður til að tryggja, að ég átti nýskeð tal við einn af prófessorum læknadeildar háskólans, sem sagði mér, að 7 ungir menn væru nú að taka embættispróf, svo að ekki virðist mikil hætta á, að læknahörgull verði. En fyrirvarinn, sem við nm. höfum, er til þess að áskilja okkur rétt á óbundnu atkv. við 3. umr.