07.03.1933
Neðri deild: 18. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 392 í C-deild Alþingistíðinda. (4324)

65. mál, prestkallasjóð

Jónas Þorbergsson:

Ég vil biðja hv. n. að taka til athugunar brtt. mína á þskj. 94. Er þetta nú í 3. sinni, að hv. 3. þm. Reykv. ber fram þetta mál, og í 3. sinni, að ég ber fram nokkrar brtt. við það. Ætla ég ekki að fjölyrða um þær að þessu sinni, enda liggja þær ljósar fyrir. Það er rétt, að kirkjuráðið hefir lítið fé til umráða. En þegar athugað er, að til kirkjustarfsemi hér á landi er nú varið á fjórða hundrað þúsunda króna, en hinsvegar mikið af þeirri starfsemi færð yfir á ríkisútvarpið, án þess að því sé ætlað fé til þess, og að sú starfsemi verður því ekki eins fjölbreytt og skyldi, því að hvorki er hægt að borga presti né söngsveit nokkra þóknun - þá virðist það tæplega sanngjarnt. Óska ég, að n. vildi líta á þetta við afgreiðslu málsins.