23.05.1933
Neðri deild: 81. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2666 í B-deild Alþingistíðinda. (4347)

198. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Pétur Ottesen:

Mér þykir skörin vera að færast upp í bekkinn. Hv. þm. Vestm. var að átelja mig fyrir að tefja málið með því að fara fram á, að það yrði tekið út af dagskrá, en nú fer hann sjálfur í mína slóð. Ég held, að það sé bezt, úr því að hann vildi beita svo miklu ofurkappi um að fá þetta mál inn í deildina í dag, að það komi nú til atkv. (Rödd af þingbekkjum: Deildin er ekki ályktunarfær). Það er hæstv. forseti, sem sker úr því.