02.06.1933
Efri deild: 87. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2700 í B-deild Alþingistíðinda. (4406)

198. mál, dragnótaveiði í landhelgi

Frsm. 1. minni hl. (Jakob Möller) [óyfirl.]:

Ég skil vel, að hv. 2. þm. S.-M. kysi, að jollan hefði slitnað aftan úr, en það er nú ekki tilfellið. Málið var tekið á dagskrá án þess að n. óskaði eftir því; það er því ekki sök n., þó álit hafi ekki komið fyrr, þar sem ekki vannst tími til að koma með það fyrir 2. umr. Og þó að nefndarmenn láti í ljós við umr. álit sitt, þá er það ekkert nál. En 18. gr. þingskapanna, sem ég skírskotaði til, mælir greinilega svo fyrir, að málið megi ekki koma fyrir fyrr en 2 nóttum eftir að n. hefir skilað áliti. Annars vil ég ekki hleypa hita í þessar umr., en vænti úrskurðar forseta og mun hlíta honum, hver sem verður.