29.05.1933
Efri deild: 83. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2714 í B-deild Alþingistíðinda. (4433)

97. mál, veitingaskattur

Frsm. meiri hl. (Jónas Jónsson):

Út af ræðu síðasta ræðumanns vil ég geta þess, að þessi barlómur hans og sumra annara um, að frv. mundi ekki ná tilgangi sínum, er ástæðulaus. Þetta frv. er samið eftir l., sem búið er að prófa í öðrum löndum. Þær breyt., sem gerðar voru á frv. við 2. umr., voru gerðar eftir beinum tilmælum frá fjmrn., sem sýnir, að það óskar ekki eftir meiri breyt. af því tægi. Þess vegna er allt þetta skraf um ófullkomleik frv. aðeins af því, að þeir, sem tala um ágalla á því, eru á móti framgangi þess, en sjá sér hinsvegar ekki fært að fylgja því fast eftir að fella það.