29.05.1933
Efri deild: 83. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2715 í B-deild Alþingistíðinda. (4434)

97. mál, veitingaskattur

Pétur Magnússon:

Mér þykir mjög einkennileg sú skoðun hv. 5. landsk., ef hann álítur, að við, sem sjáum hina stóru ágalla frv., tölum um þá aðeins til þess að reyna að hindra framgang málsins. Hv. þm. veit, að á mínu atkv. valt það við 2. umr., hvort frv. var samþ. eða fellt. Og ef ég hefði viljað koma frv. fyrir kattarnef, þá hefði ég vel getað það með því að rétta upp hendina móti því. En einmitt af því að ég vil stuðla að framgangi málsins, vil ég fá nauðsynlegar lagfæringar á frv. Annars hefði þess ekki þurft.

Hv. 1. landsk. benti við 2. umr. á verstu galla frv., og ég vil ekki eyða tíma deildarinnar í að endurtaka rök hans. En þeim hefir á engan hátt verið hnekkt