29.05.1933
Efri deild: 83. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2715 í B-deild Alþingistíðinda. (4435)

97. mál, veitingaskattur

Frsm. meiri hl. (Jónas Jónsson):

Hv. 4. landsk. hlýtur að skilja það, að hvenær sem byrjað er á löggjöf um þetta efni, þá er vitað, að með okkar tiltölulega litla eftirliti um, að laga sé gætt, getur slík löggjöf alls ekki verkað gallalaust. Það er jafngefið, að erfitt er að framkvæma slíka skattalöggjöf eins og mönnum finnst hún vera réttmæt. Ég býst við, að eftir 1 til 2 ára reynslu í landinu sjálfu væri fyrst hægt að vita með vissu, hvaða breyt. beztar væru á frv. Nú er vitanlega byggt á útlendri reynslu, sem þarf að færa í íslenzk föt, sem ekki verður vel gert nema að fenginni reynslu í verki.