02.06.1933
Neðri deild: 92. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2717 í B-deild Alþingistíðinda. (4449)

97. mál, veitingaskattur

Halldór Stefánsson:

Af því að hæstv. ráðh. vísaði til mín um það, hvort ég myndi geta haft fund í dag, ef málinu yrði vísað til fjhn., þá vil ég geta þess, að ef á að vísa málinu til n. og n. á að skila nál. strax í dag, og þar sem menn hafa heyrt, að frv. hefir verið athugað á öðrum stöðum og von er á brtt. úr tveimur áttum, þá geri ég mér engar vonir um, að fjhn. geti haft tíma eða tóm til þess að gera nokkra þá athugun á frv., sem verulega væri hægt að byggja á. Ég tel óvíst, að n. geti haft fund í dag, því að allir nm eru ekki hér staddir, og þó að kannske mætti ná til þeirra, þá er það ekki vitað, hvort þeir gætu verið viðlátnir til þess að koma á fund. Það yrði eingöngu formsatriði að vísa frv. til fjhn., ef nál. ætti að gefa út strax í dag.

Ég vil að öðru leyti vera hlutlaus um það, hvort málinu verði vísað til n., en ég get sem sagt enga tryggingu gefið fyrir því, að n. geti haft fund í dag, því eins og menn vita, er fundur í Sþ. kl. 5, svo að ég sé ekki, á hvaða tíma n. gæti verið ætlað að starfa.