02.06.1933
Neðri deild: 92. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2717 í B-deild Alþingistíðinda. (4450)

97. mál, veitingaskattur

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson) [óyfirl.]:

Ég sé, að það er rétt, sem hv. form. fjhn. segir, og tek þá vitanlega aftur mín ummæli, að málið mætti gjarnan fara til n., enda hafði sú verið tilætlunin, þar sem hér var eingöngu að ræða um breyt., sem viðkemur orðalagi, að þá væri sú bezta n. til þess einmitt þessir embættismenn, sem eru þaulvanir framkvæmd á slíkum hlutum. Á áliti þessara manna og brtt. mun sannarlega vera byggjandi. Ef menn vilja gjarnan leggja á veitingaskatt, er það venja að láta embættismenn ráða miklu um það, hvernig framkvæmdinni er hagað.