08.03.1933
Neðri deild: 19. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2744 í B-deild Alþingistíðinda. (4483)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Ólafur Thors [óyfirl.]:

Ég benti aðeins á það í ræðu minni áðan, að það væri þýðingarlaust fyrir hæstv. forsrh. að lýsa hér yfir, að hann hefði þrjú til fjögur atkv. með frv. innan síns flokks, ef hv. jafnaðarmenn væru á móti því. Þá kemst frv. ekki í gegn nema það fái meira fylgi í flokki hæstv. forsrh.

Hitt, sem hv. þm. sagði, að Alþfl. væri á móti hæstv. stj., það efast ég ekki um fremur en aðrir hv. þdm. En mergur þessa máls er það, hvort jafnaðarmenn, sem þykjast hafa borið stjórnarskrármálið mjög fyrir brjósti, meta meira að koma því máli fram eða að fella stj., ef þeir gætu komið lagi á hana með því að fella málið.