08.03.1933
Neðri deild: 19. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2745 í B-deild Alþingistíðinda. (4485)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég held, að ég hafi áður svarað öllum þeim fyrirspurnum, sem til mín hefir verið beint.

Mér þykir einkennilegt, hvað þeim, sem virðast vera sammála í því máli, sem fyrir liggur, sjálfstæðismönnum og jafnaðarmönnum, kemur illa saman. Af hálfu beggja flokkanna hefir verið talað hlýlega í garð frv., og báðir vilja láta afgr. það á þessu þingi í einhverri mynd. Ég veit ekki, hvernig samkomulagið milli þessara flokka ætti að vera, þegar þeir eru sinn á hvoru máli, eftir rifrildi þeirra nú að dæma, þegar þeir eru sammála.