20.05.1933
Neðri deild: 79. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2789 í B-deild Alþingistíðinda. (4514)

59. mál, stjórnarskipunarlög

4514Frsm. meiri hl. (Bergur Jónsson):

Við 2. umr. höfum við, meiri hl. stjskrn., ekki borið fram neina till. um það, hvernig úthluta skyldi uppbótarsætum. Ég lét þess getið, að ég væri á sama máli og hv. 3. þm. Reykv. um það, að óþarfi væri að binda slíkt í stjskr., heldur ákveða það með einföldum l. Og því meiri ástæða er til þess að fastbinda þetta ekki, sem þetta er algerlega nýtt fyrirkomulag hér hjá okkur, og réttast væri að játa reynsluna skera úr því, hvaða aðferð yrði hér heppilegust. Við þá umr. lá fyrir brtt. frá jafnaðarmönnum um það, að jafnframt kjördæmakjörinu skyldu allir flokkar leggja fram landslista. Ég benti þá þegar á galla þessa fyrirkomulags, en gerði það algerlega frá eigin brjósti, en ekki f. h. meiri hl. stjskrn. Þessi till. var tekin aftur við 2. umr., en nú hafa þeir sömu borið fram aðra brtt., þar sem landslistafyrirkomulagið er tekið aftur upp, en þó með þeirri breyt., að nú er það aðeins heimild fyrir flokka að mega hafa landslista. Og bæði ég og flokksbræður mínir í stjskrn. geta gengið inn á brtt. í þessari mynd: Í till. er gert ráð fyrir því, að þeir flokkar, sem ekki vilja hafa landslista, geti fengið uppbótarsæti sín eftir kosningal. 1. brtt. á þskj. 719 er aðeins leiðrétting á frv. Aftur á móti sér meiri hl. stjskrn. sér ekki fært að fylgja c-liðnum, þar sem farið er fram á fjölgun uppbótarsætanna. — Ég sé svo ekki ástæðu til þess að orðlengja þetta frekar nú, þar sem málið er þegar orðið svo mikið rætt.