24.05.1933
Neðri deild: 82. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2802 í B-deild Alþingistíðinda. (4535)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Forseti (JörB):

Ég hafði búizt við því, að hægt væri að miðla málum með því að gefa fundarhlé, en nú hefir því verið harðlega mótmælt af hálfu manna úr öllum þingflokkum, og undir þeim kringumstæðum sé ég mér ekki fært að gefa úrskurð, sem brjóti í bág við jafneindreginn vilja, en til þess að þeir þm., sem krefjast þess, að málið verði tekið út af dagskrá, eða a. m. k. verði gefið fundarhlé, verði ekki ofurliði bornir, ef sá vilji er til í deildinni, þá mun ég á sínum tíma bera það undir deildina, hvort fundarhlé skuli gefið eða ekki.