24.05.1933
Neðri deild: 82. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2802 í B-deild Alþingistíðinda. (4537)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. 1. minni hl. (Héðinn Valdimarsson:

Út af ræðu hv. þm. Barð. vil ég aðeins geta þess, að hann lýsti því yfir, að þeir yrðu með till. okkar um landskjörið, eins og hún var, óbreyttri, en hinsvegar skýrði hann þá frá því, að sú till. mundi ná samþykki í deildinni, en ég fékk síðar að vita, að það var algerlega rangt; a. m. k. voru mestar líkur til, að hún yrði felld, svo að ég fyrir mitt leyti áleit ekki rétt að hætta till. þannig undir atkv.