26.05.1933
Efri deild: 81. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2820 í B-deild Alþingistíðinda. (4555)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Baldvinsson:

Hv. 3. landsk. verður að athuga það, að ef Sjálfstfl., sem hefir 15 menn á þingi, sneri því yfir í landslista, gæti hann aldrei átt von á að fá nema 11. (JónJ: Hvar stendur það?). Ef hann fengi engan mann kjördæmakosinn, þá fengi hann einungis jöfnunarsæti, og sjálfs sín vegna gerði hann það ekki. Þar að auki myndi Alþfl. keppa við Sjálfstfl. um jöfnunarsætin og ná einhverjum þeirra, svo að líklega myndi Sjálfstfl. með því móti fella sig niður í 7—8 þingsæti. Annars skal ég segja hv. 3. landsk. til áréttingar, að frsm. stjskrn. í Nd. og form. hennar, Bergur Jónsson þm. Barð., lýsti yfir því við 2. umr. málsins, að meiri hl. stjskrn. væri hlynntur till. Alþfl. um landslista, er þá kom fram.