03.06.1933
Efri deild: 89. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2862 í B-deild Alþingistíðinda. (4594)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Mér þótti það eftirtektarvert í ræðu síðasta ræðumanns, að hann taldi það varða svo miklu, hvort breytt verður eða ekki, að hann væri þess albúinn að ganga á móti frv. án þess þó að hann hefði að nokkru leyti sýnt fram á, að frv. væri spillt. Hann sagði bara, að búið væri að gera samkomulag og því væri ómögulegt að gera nýtt samkomulag. Mitt álit er það, að frv. sé ekki nokkur hætta búin á næsta þingi. En þegar ekki stórvægari till. en þessi, sem ég flyt, er notuð sem átylla fyrir menn til þess að skerast úr leik, þá tek ég hana aftur og læt svo ráðast, hvort einhver hv. þm. verður til þess að taka hana upp aftur.