03.06.1933
Efri deild: 89. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2863 í B-deild Alþingistíðinda. (4596)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Jón Baldvinsson:

Það kom nú fram hjá hv. 2. þm. S.-M., sem ég og varaði við í gær, að hrófla nokkuð við frv., því að það, sem ég sagði þá og hv. þm. sagði nú, var, að þing kemur eftir þetta þing, og frv. þarf að hafa meiri hl. í báðum deildum til fylgis, ef það á að verða að lögum. Líti fleiri hér á sem hv. 2. þm. S.-M., sem mælti af heilum hug, en það er mér og öðrum kunnugt, hversu grandvar sá hv. þm. er, að ef breyt. verði gerðar og þótt það sé gert með vilja margra hv. þm., þá eru ekki allir, sem skýra svo hug sinn sem hv. 2. þm. S.-M. Og ef nú er losað um samkomulagið, þá eru menn ekki bundnir á næsta þingi. Og það er ekki nóg að samþ. frv. nú. Síðasti áfanginn er á næsta þingi, og þá má ekki hagga einum stafkrók í frv., ef frv. á að verða að lögum. Þess vegna finnst mér ekki annað liggja fyrir en að samþ. frv. eins og það nú er.