03.06.1933
Efri deild: 89. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2866 í B-deild Alþingistíðinda. (4601)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Frsm. 1. minni hl. (Magnús Torfason):

Ég stend upp til að lýsa því yfir, að ég tek aftur brtt. á þskj. 831. Ég tel þær of góðar til að sæta svo blóðugum dauða sem ég þykist vita, að þeim sé búinn hér. Að öðru leyti hefi ég hugsað mér að skipta mér ekki af þeim brtt., er hér liggja fyrir. Mér var geðfelldust sú brtt., er borin var fram af hæstv. forsrh. En fyrst hann hefir tekið hana aftur, mun ég greiða atkv. gegn báðum hinum till., frá hv. 3. landsk. og frá hv. 1. þm. Reykv.