03.06.1933
Efri deild: 89. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 2868 í B-deild Alþingistíðinda. (4603)

59. mál, stjórnarskipunarlög

Fors.- og fjmrh. (Ásgeir Ásgeirsson):

Ég er búinn að svara því áður, að þingflokkur er sá flokkur, sem á fulltrúa á þingi. Það er minn skilningur á því orði. (JónasJ: En ef þingflokkur skiptir um nafn?). Þá munu finnast leiðir út úr því. Annars ætti hv. þm., ef hann er óánægður með þetta orðalag, að koma með brtt. Hann gæti t. d. sett fyrrv. þingflokkur. Þá væri ekki um að villast.

Mér skildist hv. þm. spyrja að því, hvernig skilja bæri c-lið frv. eins og það nú er. Ég hefi ekki ástæðu til að svara þeirri spurningu, þar sem ég hefi ekki samið hann. Og sízt ætti að þurfa að upplýsa þá um hann, sem ekki vilja við honum hagga. Fylgi þeirra við c-liðinn hlýtur að byggjast á því, að þeim þyki hann auðskilinn og heppilegur.