20.03.1933
Neðri deild: 31. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 429 í C-deild Alþingistíðinda. (4643)

112. mál, fasteignamat

Flm. (Magnús Jónsson):

Ég skal ekki gera að neinu kappsmáli, í hvora nefndina þetta fer. En ég er bara mjög hræddur um, að þessi mjög virðulega kreppunefnd, sem kosin hefir verið hér, lendi í fullkomnu atvinnuleysi, ef á að vísa málum eins og þessu til fjhn. Ég veit ekki eiginlega, hverskonar frv. eiga að koma til kreppunefndar, ef ekki þau, sem snerta eitthvað fjárhag ríkissjóðs en eru beinlínis borin fram sem kreppuráðstöfun. Ég skal að vísu persónulega sem einn maður úr kreppunefnd mæla með, að hún verði laus við málið. En kreppun. fær sennilega ekkert að gera. (ÓTh: Það koma mörg mál. - Dómsmrh.: Þau liggja þegar mörg fyrir).