03.04.1933
Neðri deild: 43. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 554 í C-deild Alþingistíðinda. (4699)

139. mál, tekju- og eignarskattsauki til atvinnubóta

Flm. (Haraldur Guðmundsson):

Ég legg til, að frv. verði vísað til kreppun., að lokinni umr. Sé ég ekki að svo stöddu ástæðu til að taka fram fleira en í grg. stendur. Læt ég nægja að vísa til sundurliðunar á skatti hér í Reykjavík 1932, á þskj. 293. Eftir mínum áætlunum myndi þessi skattur nema um 70% af tekjuskatti, eins og sjá má á bls. 2 í frv.