03.04.1933
Neðri deild: 43. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 557 í C-deild Alþingistíðinda. (4719)

144. mál, kreppusjóð

Flm. (Haraldur Guðmundsson) [óyfirl.]:

Í fjárlagafrv. stj. er gert ráð fyrir, að skemmtanaskattur nemi 100 þús. kr. Arður af tóbakseinkasölu er áætlaður 300 þús. kr. Enn en helmingur af framlagi til byggingar- og landnámssjóðs 150 þús. og af ríkisins hálfu 200 þús., sem veldur þá því, að framkvæmd jarðræktarlaganna sé frestað, þannig að ekki verði til þeirra kostað meira en 200 til 250 þús. kr. á ári. Þetta er samtals 750 þús. kr. Í viðbót við þetta er ráðgert að leggja 200% á áfengistollinn. Þetta fé á að renna í Kreppusjóðinn til ársloka 1935. Alls mun það þá nema 4 millj. króna. Við flm. höfum ekki enn átt kost á að kynna okkur skýrslur og niðurstöður mþn. þeirrar, sem skipuð var til þess að athuga kreppumál bænda, því að þær hafa enn ekki verið lagðar fyrir þingið. En hinsvegar er sjálfsagt réttlæti að láta eitt yfir alla ganga, að taka ekki bændur sérstaklega út úr og veita þeim hjálp frekar en sjómönnum, útgerðarmönnnum og verkamönnum.

Frv. er sniðið í samræmi við önnur lík, og hið bezta valið úr hverju eftir föngum. Oss þótti réttara að reisa ekki rammar skorður við því, hvernig framkvæmdir yrðu, heldur gefa stj. lausan tauminn, og sjá síðan hvernig það gefst.