08.04.1933
Neðri deild: 48. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 560 í C-deild Alþingistíðinda. (4728)

146. mál, dráttarvextir

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Það má vera, að nokkur vafi geti verið á um skilning á orðalagi frv., en n. gekk út frá því, að ákvæði frv. næðu til allrar áskilinnar árgreiðslu, afborgana og vaxta, og er það meining n. Ef orðalagið á frv. þykir óskýrt hvað þetta snertir, þá má laga það við 3. umr. með brtt. við 1. gr., með því að setja orðið upphæð í staðinn fyrir vaxtaupphæð.