11.04.1933
Neðri deild: 50. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 561 í C-deild Alþingistíðinda. (4730)

146. mál, dráttarvextir

Frsm. (Halldór Stefánsson):

Við 2. umr. kom fram bending um það, að nokkur vafi gæti verið á, hvort orðalag 1. gr. tæki yfir það allt, sem ætlazt er til, sem sé allt árgjaldið. Til þess að forðast allan vafa um, að hámark dráttarvaxta gildi fyrir allt gjaldið, ekki einasta fyrir vexti, heldur og afborganir, þá berum við fram brtt. á þskj. 380. Vænti ég þess, að ekki þurfi frekari greinargerð og að brtt. valdi engum ágreiningi.