27.02.1933
Efri deild: 11. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 597 í C-deild Alþingistíðinda. (4777)

41. mál, eignarnámsheimild á afnotarétti landsvæðis úr Garðalandi

Páll Hermannsson:

Ég vil leyfa mér að vekja athygli hv. d. og hæstv. forseta á því, að þetta mál er svo náskylt máli, sem hér lá fyrir d. í fyrra, um sölu á landi Garða, að málið hlýtur að eiga að ganga til sömu n. og það mál. Þessu máli í fyrra var vísað til allshn., og sýnist mér því sjálfsagt að vísa þessu máli einnig til allshn., ekki sízt þar sem mismunurinn á þessum tveim málum aðallega er fólginn í því, að nú er um eignarnámsheimild á þessu landi að ræða, því að slík athugun heyrir fremur undir allshn. en landbn. Ég leyfi mér því að gera það að till. minni, að málinu verði vísað til allshn.