01.06.1933
Efri deild: 86. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 617 í C-deild Alþingistíðinda. (4793)

41. mál, eignarnámsheimild á afnotarétti landsvæðis úr Garðalandi

Jón Baldvinsson:

Það er misskilningur hjá hv. þm. Hafnf., ef hann heldur, að það sé sama, í hvors hlut landið rennur, ef hrepparnir sameinast. Hafnarfjörður vill fá þetta land handa verkamönnum til ræktunar og efla þar með atvinnumöguleika þeirra. En það verður ekki með núv. ástandi, þó að hrepparnir væru sameinaðir. Bændur í Garðahverfi mundu eftir sem áður eiga landið, og hafnfirzkir verkamenn væru engu bættari.