02.06.1933
Efri deild: 87. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 617 í C-deild Alþingistíðinda. (4795)

41. mál, eignarnámsheimild á afnotarétti landsvæðis úr Garðalandi

Páll Hermannsson:

Ég lýsti hér yfir í gær, að ef ég þættist sjá, að þetta mál yrði tekið hér fyrir til 3. umr., þá hefði ég hugsað mér að bera fram við það brtt. Nú er það tekið hér fyrir hvern daginn eftir annan, og ég hefi ekki gáð þess að gera brtt. Óska ég því, að hæstv. forseti taki málið út af dagskrá. Vænti ég, að hann verði við þeim tilmælum, en ef mót von minni skyldi öðruvísi fara, get ég ekki greitt atkv. með því að heimila afbrigði.