01.03.1933
Efri deild: 13. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í C-deild Alþingistíðinda. (4817)

47. mál, sjórnarskrárbreytingu

Jón Þorláksson [óyfirl.]:

Ég vil aðeins lýsa því yfir, að ég mun greiða atkv. með því, að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og n. Frv. uppfyllir þær kröfur, sem Sjálfstfl. hefir borið fram og barizt fyrir og mun halda áfram að berjast fyrir: að kjósendurnir í landinu nái fullu jafnrétti. Það er að vísu ekki valin til þess að ná þessu marki sú leið, sem við sjálfstæðismenn teljum heppilegasta, þar sem stungið er upp á því að gera landið að einu kjördæmi; ennfremur er hnýtt inn í þetta stjskrfrv. nokkrum ákvæðum um starfshætti Alþingis, sem Sjálfstfl. hefir ekki getað fallizt á. En þrátt fyrir það tel ég sjálfsagt, að frv. sé sýnd sú kurteisi, að því verði vísað til 2. umr., þannig að það geti legið fyrir til meðferðar síðar á þinginu jafnhliða því frv. til breyt. á stjskr., sem hæstv. stj. hefir nú látið útbýta í dag.