28.04.1933
Efri deild: 58. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 785 í C-deild Alþingistíðinda. (4919)

171. mál, innflutningur á kjarnfóðri o.fl.

Jón Þorláksson:

Það er aðeins stutt aths. til að svara því, sem hæstv. ráðh. endurtók, en ég hafði ekki svarað í minni fyrri ræðu.

Hann sagði, að ekki væri rétt að ýta undir bændur að setja á útlent fóður í von um að fá það, þegar á þyrfti að halda. Þetta er satt, en mér er kunnugt um, að löggjöfin hefir nú að nokkru leyti komið í veg fyrir þetta með l. um eftirlit með heybirgðum og fóðrun manna. Það er því ekki nauðsynlegt að setja innflutningshöft á kjarnfóður til þess að knýja bændur til að setja skynsamlega á.