17.03.1933
Efri deild: 27. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 763 í C-deild Alþingistíðinda. (4987)

103. mál, æðsta dóm

Jón Þorláksson [óyfirl.]:

Ég hefi heyrt það öðruhverju, að hv. 5. landsk. hefir í ræðum sínum verið að hafa ýmislegt eftir manni, sem hann kallar form. Íhaldsins. Ég geri ráð fyrir, að hann kannske hafi átt við mig. Út af þessu vil ég taka fram, að það, sem ég hefi heyrt þennan hv. þm. segja eftir þessum form., það hefir allt saman verið bara hugarburður neðan úr fylgsnum hans eigin sálar.

Mér þykir rétt, að þetta komi fram, vegna þeirra, sem kynnu að lesa ræður þingmannsins í þingtíðindum. Ég veit, að það þarf ekki að geta þess vegna hv. dm. eða tilheyrenda, því að þeim er öllum saman orðið svo kunnugt sálarástand hv. 5. landsk., að þeir telja sem sjálfsagt, að hann rugli saman ímyndun og staðreyndum og kunni engan greinarmun þar á að gera.