15.02.1933
Sameinað þing: 1. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 10 í B-deild Alþingistíðinda. (5)

Kosning forseta

Kosning forseta.

Gekkst aldursforseti nú fyrir kosningu forseta sameinaðs þings. Kosningin var tvítekin. Hið fyrra sinn lýsti aldursforseti úrslitunum svo, að Tryggvi Þórhallsson hefði fengið 20 atkv., Jón Þorláksson 16 atkv., og Jón Baldvinsson 4 atkv. í síðara skiptið hlaut kosningu

Tryggvi Þórhallsson, þm. Str.,

með 23 atkv. — Jón Þorláksson fékk 14 atkv., en 4 seðlar voru auðir.

Aldursforseti vék þá úr forsetastóli, en hinn nýkjörni forseti tók við fundarstjórninni. Lét hann fyrst fram fara kosningu varaforseta sameinaðs þings.

Kosningu hlaut

Þorleifur Jónsson, þm. A.-Sk.,

með 23 atkv. — Pétur Ottesen fékk 1 atkv., en 17 seðlar voru auðir.