06.04.1933
Neðri deild: 46. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í C-deild Alþingistíðinda. (5002)

115. mál, áfengislög

Vilmundur Jónsson:

Ég hefi gert ítrekaðar tilraunir til að fá hv. aðalflm. til að taka til máls áður en ég talaði, en það hefir ekki tekizt, og raunar hefi ég þá ekki ástæðu til að halda hér neina ræðu. Þá get ég aðeins lýst yfir því, að till., sem ég flutti til rökst. dagskrár, má vel mín vegna bíða til 2. umr. og kýs ég það fremur, ef ég með því gæti fengið hv. aðalflm. til þess að taka til máls þá. Geymi ég mér þangað til að svara,því, sem þegar hefir komið fram og svaravert er. Tek ég hér með dagskrártill. aftur til 2. umr.