07.04.1933
Neðri deild: 47. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 87 í C-deild Alþingistíðinda. (5013)

71. mál, takmörkun eða bann innflutnings á óþörfum varningi

Magnús Jónsson:

Í gær, þegar umr. var um þetta mál hér, þá fór ég fram á það við hæstv. forseta, sem mun kannske ekki hafa tekið eftir því, að fresta ofurlítið atkvgr. um þetta mál, í þeirri von, að kannske yrði hægt að ná einhverju samkomulagi um málið, en sem gæti strandað á því, ef þetta frv. félli nú við atkvgr. En þar sem það kemur nú til atkv., get ég ekki gert annað en beðið hv. dm. að lofa málinu að ganga til 3. umr., því að hv. d. hefir alltaf tök á málinu, jafnvel þó að það sé gert. Ég óska því, að málið fái að ganga til 3. umr. Það er ekki óhugsandi, að það mætti fá eitthvert samkomulag um málið.