11.03.1933
Neðri deild: 22. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 707 í B-deild Alþingistíðinda. (531)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Jónas Þorbergsson:

Ég vildi leyfa mér út af ræðu hv. frsm. og ummælum hans um það, að Kristneshælið sé enn ekki formlega afhent ríkinu, að spyrjast fyrir um það, hvað n. telur bresta á það, að þessi afhending hafi farið fram.

Þegar Kristneshæli var fullbúið til þess að það gæti tekið til starfa, var það vígt á svipaðan hátt og önnur opinber mannvirki. Var þar viðstaddur heilbrigðismálaráðh. ríkisins. Ég skildi það á þann veg, að afhending hælisins til ríkisins hefði þá farið fram á formlegan hátt. Áður hafði ríkisstj. skipað stjórnarnefnd fyrir þetta heilsuhæli. Bendir það á að hún hafi talið, að það ætti að teljast eign ríkisins. Ég vildi því spyrjast fyrir um þetta. Ég get ekki séð, að breyt. sú á l., sem fram kemur í till. n., hafi neina þýðingu. En hinsvegar er það ekki með öllu óhugsandi, að svo óákveðið orðalag, sem í nál. er um þetta, geti komið af stað örðugleikum í þessu máli, ef það er ekki enn viðurkennt af þinginu, að hælið sé opinber eign.