11.03.1933
Neðri deild: 22. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í B-deild Alþingistíðinda. (534)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Frsm. (Bernharð Stefánsson):

Mér þætti fróðlegt að fá að heyra, hvað hæstv. stj. hefði um þetta að segja. Hvernig hún liti á það, hvers eign heilsuhælið er, og hvort hún þar af leiðandi teldi, að þessi brtt., sem n. hefir flutt, væri nauðsynleg eða ekki. Það væri mjög æskilegt, því að það getur verið, að eitthvað í þessu máli, enda þótt n. hafi athugað það, hafi farið framhjá henni. Ég vék að þessu í viðtali við hæstv. dómsmrh. áður en málið var afgr. í n. Ég skildi hann svo, að hann teldi, eins og líka rétt er, að hælið væri tvímælalaust rekið af ríkinu. En hitt atriðið, hvort það beinlínis væri eign ríkisins eða ekki, kom ekki skýrt fram í okkar viðtali.