11.03.1933
Neðri deild: 22. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (538)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Jónas Þorbergsson:

Ég vil enn árétta það, sem ég hefi þegar áður sagt, að sú vígsluhátíð, sem fram fór á Kristneshæli, þegar það tók til starfa, bar þann blæ, að það væri þá afhent sem opinber stofnun. Við þá hátíð voru landlæknir, formaður hælisins, Ragnar heit. Ólafsson, sem afhenti það með ræðu, og heilbrigðismálaráðh., sem þakkaði fyrir landsins hönd. Þetta er e. t. v. ekki skjalfest, en þessi atvik komu fram. Hinsvegar hefir ríkisstj., og eftir því sem mig minnir einmitt núv. hæstv. heilbrigðismálaráðh., skipað þá stjórnarnefnd, sem hefir haft eftirlit með stjórn hælisins, sem starfar einungis fyrir hönd ríkisstj., en ekki fyrir hönd þess félags, sem stofnaði hælið, og gæti hún því ekki komið fram sem aðili við hugsanlega nýja afhendingu þessarar ríkisstofnunar.