11.03.1933
Neðri deild: 22. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (541)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Jónas Þorbergsson:

Út af því, sem frsm. fjhn. tók fram, þar sem talað var um afhendingu þessarar stofnunar, þá vil ég endurtaka það, að afhending fór fram eins og venja er til um slíkar afhendingar. Hitt er ekki sök þeirra, sem afhentu, að hún hefir ekki verið tekin til greina í LR. Og hvað snertir lækninn, þá var hann einungis ráðinn til bráðabirgða, og raunar með þeirri fyrirætlan, að síðar öðlaðist hann þau réttindi, sem slíkir læknar hafa. Mér virðist vera betra, ef n. hefði viljað orða till. sína á þá leið, að enda yrði það (Kristneshælið) fært á LR. og fjárlög eins og önnur hliðstæð heilsuhæli ríkisins.