22.03.1933
Efri deild: 31. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 713 í B-deild Alþingistíðinda. (548)

4. mál, bifreiðaskatt og fl.

Frsm. (Jónas Jónsson):

Það er hægt að vera fáorður um þetta mál. Það skýrir sig sjálft. Þegar Kristneshælið var reist, voru engin l. sett um læknisembættið þar. Var þá þegar ráðinn þangað Jónas Rafnar, sem síðan hefir gegnt þar læknisstörfum við góðan orðstír. Hælisnefnd álítur, og það er ósk hans sjálfs, að starfið eigi að vera samningsbundið við ríkið. Enda gerir það enga breytingu. Þessi læknir hefir verið þarna svo lengi, að ástæða er til að verða við þessari sanngirniskröfu.