02.03.1933
Efri deild: 14. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 715 í B-deild Alþingistíðinda. (560)

18. mál, ljósmæðralög

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Þetta frv. hefir þegar gengið í gegnum Nd. og fékk þar greiðan gang, og vona ég, að eins verði hér. — Þótt frv. sé alllangt, er þó ekki margt nýtt í því; eru höfuðnýmæli frv. þau, að l. er ætlað ekki einungis að ná til skipaðra og settra ljósmæðra, heldur líka til starfandi eða praktiserandi ljósmæðra. Segir sig sjálft, að nauðsynlegt er, að til séu lagafyrirmæli um starf hinna praktiserandi ljósmæðra, en eins og 1. nú eru orðuð, verður ekki litið svo á, að þau nái nema til skipaðra og settra ljósmæðra.

Þetta mál var í allshn. í Nd., og óska ég eftir, að málinu verði einnig vísað til allshn. þessarar d. að umr. lokinni.