20.03.1933
Efri deild: 29. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 733 í B-deild Alþingistíðinda. (585)

18. mál, ljósmæðralög

Ingvar Pálmason:

Hv. 2. þm. Eyf. sagði, að sýslusjóðir hefðu sama tekjugrundvöll og áður, sem sé þann, að jafna niður á hreppana. Þetta er alveg rétt. En ég vil hér benda á það, að svo er nú komið um þennan gjaldstofn, að nokkrir hreppar hafa ekki getað staðið í skilum við sýslurnar. Mér hefir komið ástandið svo fyrir sjónir, að allmargir hreppar mundu eiga fullörðugt með það að standa í skilum. Að öðru leyti læt ég málið afskiptalaust. En ég vil þakka hv. allshn. fyrir það, að hún hefir tekið til greina aths. mínar, er ég gerði áður, þegar þetta mál var hér til umr.