05.04.1933
Efri deild: 43. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 760 í B-deild Alþingistíðinda. (652)

26. mál, jarðrask við sjó í kaupstöðum, kauptúnum og sjávarþorpum

Frsm. (Magnús Torfason):

N. hefir orðið sammála um að leggja til, að þetta frv. verði samþ. óbreytt. Ég get aðeins látið það fylgja því, að við suðurströndina er mikil þörf á slíkum lögum. Það eina, sem ég álít, að geti verið spurning, er það, hvort þessi lög eru nógu víðtæk. N. fellst samt á, að rétt sé að samþ. frv. eins og það er, það má þá bæta úr því síðar, eftir því sem reynslan sýnir, að þörf væri á.

Það er víst, að það hefir orðið skaði af slíku jarðraski, sem gert hefir verið án þess tillit hafi verið tekið til þess, að með því er verið að greiða fyrir sjónum að ganga á landið.