07.03.1933
Neðri deild: 18. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 767 í B-deild Alþingistíðinda. (666)

32. mál, ullarmat

Frsm. (Lárus Helgason):

Út af umr., sem urðu hér í d. um mál þetta við 2. umr., vil ég taka það fram f. h. landbn., að hún væntir þess, að hæstv. landstj. hlutist til um, að form. yfirullarmatsmanna verði gert að skyldu að halda fyrirlestra í útvarpið um ullarmat og verkun ullar. Þetta virðist vera sjálfsagt mál, og ætti að vera ullarmatsmanninum innan handar að leysa af hendi.