06.03.1933
Neðri deild: 17. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 773 í B-deild Alþingistíðinda. (690)

19. mál, sjúkrahús og fl.

Dómsmrh. (Magnús Guðmundsson):

Ég verð að segja, að ég hefi ekki sannfærzt af orðum hv. þm. Ísaf. um það, að óviðeigandi sé að gera þær kröfur til heilbrigðisstofnana, að þær megi eigi veðsetja, þó að ríkissjóður hafi ekki lagt fram allt stofnféð, ef hann leggur til rekstrarfé. Mér er illa við, ef stofnunin getur tekið veðlán fyrir þeim hluta rekstrarkostnaðarins, sem ríkið leggur ekki til. Ef þetta er gert ár eftir ár, hlýtur að reka að því, að stofnunin verði að hætta. Ég skal þó viðurkenna, að hafi stofnunin engan styrk fengið í upphafi, er nokkru öðru máli að gegna.