15.03.1933
Efri deild: 25. fundur, 46. löggjafarþing.
Sjá dálk 784 í B-deild Alþingistíðinda. (724)

31. mál, tilbúningur og verslun með smjörlíki og fl.

Frsm. (Jón Jónsson):

Ég geri ekki ráð fyrir, að smjörlíkið hækki í verði, þó þetta frv. verði að lögum, a. m. k. ekki svo nokkru nemi. Eftir þeim skýrslum, sem fyrir liggja í þessu máli, er framleitt og innflutt um 11 kg. af smjörlíki á mann í landinu. Þó verðhækkun yrði nú 10 au. pr. kg., þá sést, að það er ekki sá aukaskattur fyrir fjölskylduna, að hægt sé að ætla, að mikið verði úr honum gert. Eins og smjörverð er nú, um 3 kr. kg., þá ætti verðhækkun á smjörlíkinu ekki að verða nema 10 au. pr. kg., þó það yrði blandað 5% af smjöri.